(fyrir 8)

Deig
100 g hveiti
25 g smjör
2½ dl hrísgrjón, rjómasoðin, Uncle Ben´s
2½ dl rjómi
1 stk egg
½ dl hvítvín
¼ tsk lyftiduft
¼ tsk salt

Fylling
4 msk smjör
3¾ dl hrísgrjón, rjómasoðin Uncle Ben´s
3¾ dl humar, smjörsteiktur
3¾ dl lax, reyktur

Deig – Bræðið smjörið á pönnu. Kælið. Sigtið hveiti í skál ásamt lyftidufti og salti. Vætið í með eggjunum og rjómanum. Bætið að lokum hvítvíninu og hrísgrjónunum út í.

Fylling – Smyrjið að innan 6-8 bökunarmót. Blandið saman rjómasoðnum hrísgrjónum, söxuðum, léttsteiktum humar og reyktum laxi. Setjið í bökunarmótin. Hellið deiginu yfir. Bakið við 200°C í 25 mínútur og síðan við 180°C í 20 mínútur.

Ef nota á réttinn sem aðalrétt þá er gott að bera hann t.d. fram með hrásalati. Diskurinn, sem að sjálfsögðu er heitur, er skreyttur með steinselju. Gott er að bera hann fram með hvítvíni. Ef við hins vegar kjósum að nota réttinn sem forrétt þá sleppum við salatinu.