(fyrir 4)

500 g humar
1 msk smjör
2 msk sherry
1 msk koniak
1-2 msk smjör
1 msk hveiti
1/4 tsk sinnepsduft
1/2 dl rjómi
1 dl fiskisoð
salt
paprika
ö rlítill cayénne-pipar
4 msk rifinn ostur

Hitið ofninn. Skerið humarinn í bita. Bræðið smjörið, látið humarinn steikjast í nokkrar mínútur. Hellið sherrý og koníaki yfir. Kveikið í. Hristið pönnuna. Takið humarinn upp. Haldið eftir öllum vökva af pönnunni. Bræðið smjörið fyrir sósuna. Bakið upp með hveiti, blandið saman við sinnepsduft, rjóma, fiskisoði og vökva af pönnunni. Látið sjóða í 3 mín. Bragðbætið með kryddi. Raðið humrinum í eldfast mót.

Hellið sósunni yfir. Stráið rifnum osti yfir. Bakið undir glóð í 5 mín.

Berið fram með ristuðu brauði eða snittubrauði.