(fyrir 4-6)

1/2 saxaður laukur
2 msk smjör
11/2 bolli mjólk
300 g hreinn rjómaostur
36-40 humarhalar
1 dós (100 g) sveppir í sneiðum
eða 100 g ferskir sveppir, sneiddir
25 g (1/4 bolli) parmesan, nýrifinn
2 msk söxuð steinselja
1/4 tsk salt

Látið lauk og sveppi krauma í smjörinu í nokkrar mín. Bætið mjólk og rjómaosti út í og hrærið í þar til osturinn er bráðinn. Bætið því sem eftir er út í nema saltinu. Hitið að suðu og látið sjóða í 3 mín. Takið pönnuna af hellunni og látið réttinn standa í 10-15 mín. áður en þið saltið. Verði sósan of þykk má þynna hana með rjóma, mjólk eða hvítvíni.

Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og ristuðu brauði.